Tannskemmdir

Sykurinn veldur tannskemmdum. Sykurinn nærir bakteríurnar

Ákveðnar tegundir baktería líma sig við tannyfirboriðið iog mynda skán sem þarf að þrífa af með reglulegu millibili að lágmarki 2x á dag

Ef stöðugt er verið að borða og nægt framboð af sykri þá myndast skánin hraðar

Ef tannhirðu er ábótavant og skánin nær að safnast fyrir hindrar hún aðgengi munnvatnsins að tannyfirborðinu og tannskemmdir geta myndast

Í tannsýklunni umbreyta bakteríur sykri fæðunnar í sýrur sem leysa upp yfirborð glerungs og steinefni tapast

Tannskemmd má stöðva ef hún er enn bundin við glerung, með bættri tannhirðu, viðbótarflúor og betri neysluvenjum

Glerungurinn leysist hægt upp, en þegar komið er í gegn þá verður upplausn fljótvirkari.

Tannlæknir þarf þá að hreinsa burt skemmdan tannvef

Share by: