Tannlæknar Tannsetursins
List of Services
-
Alexander MendeList Item 1
Alexander er tannlæknir á Tannsetrinu. Hann er frá Þýskalandi og lærði tannlæknisfræði í Litháen. Alex, eins og hann er jafnan kallaður, talar ensku og þýsku reiprennandi, og er að læra íslensku. Hann hefur mikinn áhuga á Íslandi og öllu því sem landið hefur upp á að bjóða.
Alexander er þekktur fyrir fagmennsku sína og leggur mikla áherslu á nákvæmni og góða útkomu meðferða.
Hann hefur sérstakt lag á rótfyllingum, en býður einnig upp á skoðanir, viðgerðir, og úrdrætti.
Samhliða starfi sínu hjá Tannsetrinu sinnir Alex tannlæknavakt hjá Tannhjálp, þar sem hann tekur á móti sjúklingum í bráðatilfellum.
-
Marteinn Þór Pálmason
Marteinn Þór er eigandi Tannsetursins og útskrifaðist frá tannlæknadeild Háskóla Íslands vorið 2021.
Marteinn er 30ára og kemur frá Neskaupstað. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann sótt fjölda námskeiða bæði innan- og erlendis, og stundar reglulega endurmenntun til að viðhalda þjónustu í hæsta gæðaflokki.
Þau helstu námskeið sem Marteinn Þór hefur sótt eru námskeið í tannplöntum og tannréttingum, en einnig rótfyllingum og tannviðgerðum.
Marteinn sinnir öllum almennum tannlækningum og finnst fjölbreytileikinn í starfinu mjög gefandi.
Helstu viðfangsefni hans eru:
- Tannplantaísetningar
- Invisalign tannréttingar
- Tannúrdrættir
- Krónur- og brýr
- Heilgóma- og partagerð
En hann sinnir einnig mikið af
- Skoðunum og hreinsunum
- Tannviðgerðum
- Rótfyllingum
- Rótarheflun tanna
- Barnatannlækningum
-
Katrina Christiansen
Katrina er tannlæknir frá Færeyjum og lauk tannlæknanámi í Århus í Danmörku. Hún hefur þegar hafið íslenskunám og skilur tungumálið mjög vel, enda skyldleiki tungumálanna mikill.
Katrina hefur sérstakt lag á að vinna með börnum, enda starfaði hún á barnatannlæknastofu í Færeyjum um nokkurra ára skeið áður en hún flutti til Íslands.
Einnig býður Katrina upp á allar almennar tannlækningar, svo sem skoðanir, hreinsanir, viðgerðir, úrdrætti, og rótfyllingar.
Samhliða starfi sínu hjá Tannsetrinu sinnir Katrina tannlæknavakt hjá Tannhjálp, þar sem hún tekur á móti sjúklingum í bráðatilfellum.